Allir í bátana

Grænafl vinnur að orkuskiptum minni fiskiskipa. Fyrst og fremst er hugað að rafvæðingu strandveiðiflotans, þar sem orkunýting þeirra býður upp á að þeir keyri á hreinu rafmagni. Heimahöfn er Siglufjörður, þar sem lífleg strandveiðimenning ríkir og innviðir og tækniþekking er til staðar.

Ávinningur

Gefin voru út 677 leyfi til strandveiða tímabilið 2020. Væri allur flotinn keyrður á rafmagni/endurnýjanlegum orkugjöfum mundi því sparast losun CO2 sem nemur allt að rúmlega 31.100 tonnum. Það er því ekki eftir neinu að bíða og Grænafl ehf. leggur sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni með orkuskiptum minni fiskiskipa.

Markmið og skuldbindingar

Ríkisstjórn Íslands vinnur að því markmiði að a.m.k. 50% samdráttur verði í losun gróðurhúsalofttegunda vegna fiskiskipa sem kaupa eldnseyti á Íslandi til ársins 2030, miðað við árið 2005. Sérstaklega er horft til minni báta og stefnt að því að í flota smábáta keyri a.m.k. 10% nýrra báta á rafmagni að hluta eða öllu leyti frá árinu 2026.

Grænafl

Heimahöfn Grænafls er á Siglufirði, líflegum strandveiðibæ með mikla sögu tengda sjávarútvegi. Teymið á bak við fyrirtækið hefur víðtæka reynslu úr tæknigeira, útgerð og umsjón og stjórnsýslu.

Grænafl ehf.

Aðalgötu 34
580 Siglufirði

Hafa samband

695 0860
graenafl@graenafl.is